Geimurinn


Í tilefni þess að sólmyrkvinn er framundan sýndum við börnunum myndrænt hvað væri að fara að gerast. Byrjað var að útskýra hvað sólmyrkvi væri, því næst var jarðarboltinn tekinn og sólmyrkvinn sviðsettur. Vasaljós (á símanum) var sólin og tunglið var sett á milli. Svo var sýnt hvernig tunglið fer fyrir sólina og hindrar sólargeislana við að komast til okkar og þá kemur skuggi/myrkur hjá okkur (en sólarljósið kemst samt til sumra annarra landa). Að lokum horfðum við á myndband í tölvunni af sólmyrkva.

DSC00060DSC00061DSC00063DSC00064

 
Bjuggum til risa sól úr hænsnaneti, blöðum og hveitilími:

005 007 009 012

 

Sýndum hvernig gígarnir myndast á tunglinu. Settum hveiti í dall, stráðum kakó yfir og létum svo steina (loftsteinarnir) detta úr smá hæð ofan í dallinn.

010 011 014 020 032

 

 

Hér eru svo ýmiss verkefni sem deildin hefur verið að gera í vetur:

Í loftinu hanga t.d. pláneturnar Merkúr, Venus, Jörðin og Mars (auk jarðarboltans) búin til úr blöðrum, dagblöðum og hveitilími. Þar eru líka allskonar geimskip, geimverur og halastjörnur.

019 023

geimskip halastjornur horfaamyndband (2) jordin mars merkur venus