Regnbogadagur

Á Regnbogadegi er elstu börnum yngri deilda blandað saman í hópa. Einn hópur fer á Kattholt, annar á Sjónarhól og þriðji í Smíðaskemmu.  Á Kattholti erum við núna að vinna með sandleir og svo búum við til köngulóarvef úr garni. Börnin skemmtu sér vel að leika í sandleirnum og búa til vefi en stundum er erfitt að rata í gegnum vefinn án þess að flækjast :). Í Smíðakemmu voru börnin að blása í glas með röri, í glasinu var vatn og sápa og smá þekjulitur. það var rosa gaman að blása í glasið og sjá sápukúlurnar sem komu upp úr 🙂