Veikindi barna


Tilkynna skal veikindi barna inni á viðkomandi deild.  Börn eru send heim ef þau eru komin með hita en einnig ef þau eru augljóslega slöpp og ekki að una sér í leik eða starfi. Í leikskólanum getur verið mikið áreiti svo að mikilvægt er að börnin séu fullfrísk og tilbúin til að takast á við daginn. Eftir hitaveikindi mega börnin vera inni í tvo daga sé þess þörf en ekki er í boði að vera inni til þess að fyrirbyggja veikindi.