Slys á börnum


Þegar slys verður á börnum þarf að meta hversu alvarlegt slysið eða áverkarnir eru. Sé um alvarlegt slys að ræða s.s. beinbrot, höfuðhögg, meðvitundarleysi, brunaslys eða alvarlegt tannslys er mest um vert að hlúa rétt að barninu. Starfsfólki leikskólans er skylt að fara reglulega á námskeið um skyndihjálp og á því að kunna fyrstu hjálp. Sá starfsmaður sem þekkir barnið best er oftast sá sem hlúir að því. Stjórnandi sér um að hringja í foreldra og í neyðarnúmer 112, ef þess gerist þörf. Hann sér jafnframt um að taka á móti sjúkrabíl og vísa á slysstað.  Annað starfsfólk hlúir að barnahópnum og sér til þess að næði sé hjá slasaða barninu.  Ef ekki er um alvarlegt slys að ræða er foreldrum tilkynnt um slysið annaðhvort með símtali eða þegar barnið er sótt.  Í sumum tilfellum er hringt í foreldra og þeim ráðlagt að fara með barnið til læknis.