Vistun barna


Sótt er um leikskólapláss á vefnum Mín Árborg. Aðalúthlutunartíminn er á vorin og er þá úthlutað fyrir haustið.
Leikskólinn er opinn frá 7:45-16:30 og hægt er að velja um vistunartíma allt frá fjórum stundum upp í fulla vistun.  Virða skal umsaminn vistunartíma. Ef foreldrar óska eftir breytingu á vistunartíma má nálgast eyðublöð á viðkomandi deild sem berst svo til leikskólastjóra til samþykktar. Sækja þarf um breytingar fyrir 15. hvers mánaðar.
Uppsögn á leikskólaplássi skal berast til leikskólastjóra með mánaðarfyrirvara.