Besti dagur lífs míns (H.G.K)

Í gær fórum við í bláa hóp (Hjödís Gauja, Brynja, Björgvin Gunnar og Guðmunda) í gönguferð með Írisi í Sunnulækjarskóla.  Við vorum að skoða inn í skólanum, svo fórum við líka út á leikvöllinn.  Við hittum strákana og stelpurnar.  Við hittum strákinn hennar Írisar, Hjördís Gauja var smeyk við hann, bara Björgvin Gunnar vildi gefa honum ,,five“.

Fyrst fórum við í snúningstækið, svo fórum við í stóra kastalann og þar æfðum við okkur að klifra hátt upp og renna niður.  Óttar sem var einu sinni á Sjónarhóli kom og hjálpaði okkur að klifra og sýndi okkur bestu leiðina upp.  Það var skemmtilegt.  Svo fórum við að vega mikið salt, við hoppuðum hátt.  Íris kenndi okkur leik sem heitir Grýla pýla appelsína, hún reyndi að ná í fæturnar á okkur.  Það var fyndið og við hlógum mikið og lítið.

Við vorum mjög lengi að leika okkur og við hittum fullt af krökkum sem voru einu sinni á Sjónarhóli, þau komu að tala við okkur og Írisi.  Örn kom að leika við okkur og Þorgils Bjarki kom að spjalla við okkur.  Freyja Margrét og Dagný Katla komu og knúsuðu Írisi.  Við hittum líka Viktoríu Ösp og Jóhönnu Mjöll.  Svo fórum við aftur inn í skólann og allir voru að borða, okkur langar að fara næst upp stigann.  Við þurftum núna að fara og borða súpu á Sjónarhóli.

 

Bless

Hjördís Gauja, Björgvin Gunnar, Brynja, og Guðmunda

Íris Erla skrifaði það sem við sögðum

 

Hvernig fannst þér í gönguferðinni ? Hvað var skemmtilegast.

:Æðislegt.  Skemmtilegt að renna og fara í hringi.  Skemmtilegast að fara í Grýla pýla appelsína.

BG: Bara vel. Bara leika og vega salt.

BS:Fínt. Skemmtilegast að renna sér og að vega salt.

HGK:Þetta var besti dagur lífs míns.  Skemmtilegt að vega salt.  Mér fannst líka gaman að fara inn í Sunnulækjarskóla en ég var svolítið smeyk við Sindra strákinn þinn.

2014-02-27 10.43.16 2014-02-27 11.03.45 2014-02-27 11.03.59 2014-02-27 11.05.18 2014-02-27 11.15.30 2014-02-27 11.23.09 2014-02-27 11.24.05 2014-02-27 11.25.09 2014-02-27 11.25.14 2014-02-27 11.25.28