Agastefna Hulduheima

"Starfshættir leikskóla eiga að stuðla að því að börn læri að bera virðingu og umhyggju fyrir öðru fólki, þrói með sér samkennd, tillitsemi og vináttu" (leiðarljós leikskóla, Aðalnámskrá 2011).

Tilgangur agastefnunnar er að styrkja starfsfólk við að veita uppbyggilega leiðsögn og að samræma vinnubrögð þess. Fyrst og fremst er talað um hvernig má fyrirbyggja erfiða hegðun en þar er grundvallaratriði og áhersla lögð á að styrkja og ýta undir jákvæða hegðun.

Agastefnan er einnig gerð til að auka sameiginlegan skilning starfsfólks og foreldra á því hvað getur orsakað óæskilega hegðun, hvernig bregðast má við henni og hvernig má fyrirbyggja erfiða hegðun.

Agastefnan var búin til í teymi leikskólakennara við leikskólann sem við mótun hennar leitaði eftir hugmyndum starfsfólks.

Agastefna Hulduheima