Vinátta

Vinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla sem er ætlað að stuðla að jákvæðum samskiptum og koma í veg fyrir einelti. Vinátta er í innleiðingu á yngri deildum.

Vinátta byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem mikilvægt er að séu samofin öðru starfi þeirra skóla sem vinna með efnið. Auk þess byggir Vinátta á raunhæfum verkefnum fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Þátttaka allra í þessu er grundvöllur þess að vel takist til. Gert er ráð fyrir að þátttakendur tileinki sér þessi grunngildi við vinnu og í samskiptum innan skólasamfélagsins. Hugmyndafræðin endurspeglast í eftirtöldum fjórum gildum; umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki.

Blær

Blær er bangsi sem fylgir Vináttuverkefninu. Með kennsluefninu kemur stór Blæ handbrúða og börnin fá öll lítinn Blæ bangsa sem þau mega sækja í á meðan þau eru í leikskólanum. Að minnsta kosti einu sinni í viku eru samverustundir með Blæ.