Fréttasafn

Fréttir frá Huldheimum

Lokað vegna funda eða skipulagsdaga haustönn 2023

10. ágúst 2023

Eftirfarandi daga verður leikskólinn lokaður vegna funda eða skipulagsdaga/the following days the school will be closed due to days of organization or staff meetings: Föstudagur 18.ágúst- skipulagsdagur, lokað allan daginn/Friday August 18th- day of organization, closed all day Mánudagur 11.september- …

Lokað vegna funda eða skipulagsdaga haustönn 2023 Read More »

Páskaverkefni, samstarf við bókasafnið.

5. apríl 2023

Hulduheimar tóku þátt í skemmtilegu verkefni fyrir páskana sem var samstarf leikskólanna í Árborg við bókasafnið. Hugmyndin var að hver leikskóli veldi sér land og myndi kynna sér og vinna með páskasiði frá viðkomandi landi. Í Hulduheimum voru kosningar þar …

Páskaverkefni, samstarf við bókasafnið. Read More »

Foreldrakönnun Skólapúlsins

5. apríl 2023

Helstu niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins 2023. Foreldrakönnun Skólapúlsins var send út í febrúar 2023. Fjöldi þátttakenda var 99 en 79 svöruðu könnuninni og var því svarhlutfallið 79,8%.  Svörin skiptust ágætlega milli deilda, fæstir svöruðu á Smálöndum en þar voru foreldrar …

Foreldrakönnun Skólapúlsins Read More »

Jólaglugginn opnaður

23. desember 2022

Jólagluggi Hulduheima var opnaður 22.desember á Sólbakka. Það voru börn á Sólbakka og Sjónarhóli sem skreyttu gluggann að þessu sinni og fengum við bókstafinn Ö.  

Blær kemur á eldri deildir

15. september 2022

Blær er nú kominn á eldri deildir. Öll börnin sem höfðu ekki fengið Blæbangsa fengu einn slíkan sem þau geyma í leikskólanum. Hægt er að lesa meira um Vináttu verkefnið hér á heimasíðunni undir leikskólastarfið- Vinátta.  

Lokað vegna skipulagsdaga og funda haustönn 2022

9. ágúst 2022

Leikskólinn verður lokaður vegna skipulagsdaga og funda á eftir farandi dags- og tímasetningum: Mánudaginn 22.ágúst allan daginn Fimmtudaginn 15.september kl 14-16:30 Föstudaginn 14.október allan daginn- Haustþing 8.deildar FL og FSL Þriðjudaginn 1.nóvember kl 8-10 Föstudaginn 25.nóvember allan daginn- Fræðsludagur leikskólanna …

Lokað vegna skipulagsdaga og funda haustönn 2022 Read More »

Leiksýning

17. maí 2022

Þann 16.maí fengum við góða gesti í Hulduheima. Það voru nemendur á leiklistarbraut Listaháskóla Íslands sem komu með skemmtilegt leikrit. Það var mikið hlegið og allir skemmtu sér konunglega.

Námsferð

11. maí 2022

Við minnum á námsferð starfsmanna 24-25.maí. Starfsfólk mun skoða leik- og grunnskólann Dalskóla í Reykjavík, Ugluklett í Borgarnesi og Akrasel á Akranesi. Þessa daga verður lokað í Hulduheimum.

Sumarlokun 2022

27. janúar 2022

Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá 6. júlí til og með 3. ágúst. Foreldrar geta sótt um 2 aukavikur í kringum lokunardagana og verða þá skólagjöld dregin frá. The school is closed from July 6th through August 3d due to …

Sumarlokun 2022 Read More »

Blær kemur

27. janúar 2022

Föstudaginn 14.janúar kom hann Blær til okkar með Björgunarsveitinni. Hann er hluti af verkefninu Vináttu sem verið er að taka upp á yngri deildum.

Jólaböll í Hulduheimum

17. desember 2021

Það voru tvö jólaböll í Hulduheimum þetta árið. Á öðru þeirra voru Kattholt, Sjónarhóll og Hlynskógar saman og á hinu voru Kirsuberjadalur, Sólbakki og Smálönd. Böllin heppnuðust vel og var mjög gaman, sérstaklega þegar óvæntur gestur birtist.

Jólagluggi Hulduheima

17. desember 2021

Jólagluggi Hulduheima opnaði þann 10. desember í dagatali Árborgar. Kattholt og Kirsuberjadalur sáu um skreytingar. Hluti leikskólanemenda voru við opnunina og sungu nokkur jólalög.