Foreldrastarf í Hulduheimum

Foreldraráð:

Samkvæmt lögum um leikskóla skal kjósa foreldraráð við leikskólann. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur en hlutverk þess er að gefa umsagnir til leikskóla um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

Foreldrafélag:

Við leikskóla starfar einnig foreldrafélag og í Hulduheimum eru fulltrúar foreldraráðs einnig fulltrúar foreldrafélagsins. Hlutverk og verkefni þess er m.a. að:

  • Vera samstarfsvettvangur foreldra og leikskóla.
  • Stuðla að góðum skólaanda með því að standa fyrir ýmsum uppákomum og viðburðum í samstarfi við leikskólann.
  • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.
  • Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál.

Foreldraráð og foreldrafélag fundar reglulega með leikskólastjóra.

Félagsgjald er 2000 kr á fjölskyldu og munu greiðsluseðlar birtast í heimabanka.

Foreldrar eru hvattir til að vera ófeimnir við að hafa samband við stjórn félagsins, netfang félagsins er:

foreldrarhulduheima@gmail.com

 

Stjórn foreldrafélags og foreldraráðs veturinn 2021-2022

Hugrún Helgadóttir, formaður
Edda Sigurjónsdóttir, varaformaður
Berglind Jónsdóttir, ritari
Dagný Hróbjartsdóttir, gjaldkeri
Erna Dögg Úlfhéðinsdóttir, meðstjórnandi
Selma Harðardóttir, meðstjórnandi
Katrín Þrastardóttir, meðstjórnandi
Berglind Guðmundsdóttir, meðstjórnandi