ART í Hulduheimum

Í Hulduheimum fara elstu börnin í ART tíma tvisvar sinnum í viku í 12 vikur og er tekin ein færni á viku. Hver tími tekur um 20-30 mínútur og er færni þjálfuð í gegnum sýnikennslu, hlutverkaleik og endurgjöf.

ART (Aggression Replacement Training) er kennsluaðferð þar sem áhersla er lögð á að börn öðlist betri félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund. Höfundar hugmyndafræðinnar eru Arnold P. Goldstein, Barry Glick og John C. Gibbs frá  Bandaríkjunum.
Bandarískar og norrænar rannsóknir sýna að ART styrkir sjálfsmynd nemenda og gerir þá öruggari með sig, gerir þá sjálfstæðari og ánægðari, eflir félagsfærni og siðferðisþroska. ART styrkir sjálfstraust barna og hjálpar einstaklingnum til þess að hafa meiri trú á sjálfum sér við að takast á við ýmsar aðstæður s.s. að leysa vandamál og að standa á rétti sínum. Jafnframt dregur það úr líkamlegu og andlegu ofbeldi og hentar bæði gerendum og þolendum eineltis.
ART í leikskólum hefur gefist vel  og þykir árangur mjög góður. Foreldrar sjá mun og eru þátttakendur í gegnum heimavinnu barna sinna.

ART er gott fyrir öll börn hversu sterk sem þau eru félagslega, því alltaf getum við lært betur á okkur sjálf og hvað virkar vel í samskiptum við aðra einstaklinga.

Börnin fá ART-möppu sem þau fara með heim í lok vikunnar og í henni er einfalt heimaverkefni fyrir færnina sem unnið var með þá vikuna. Foreldrar taka því þátt í efla færni barns síns og fylgjast betur með hvað er verið að gera í ART-tímunum.

Í  ART er unnið með félagsfærni, sjálfstjórn og siðferðisvitund:

 

Félagsfærni hjálpar nemendum að:

  • Nota „verkfæri“/aðferðir til að leysa ákveðnar aðstæður
  • Hjálpar þeim að ná árangri í leikskóla/heima
  • Hjálpar þeim í krefjandi samskiptum við annað fólk
  • Læra grunnfærniþætti t.d. að hlusta og að spyrja spurninga
  • Læra flókna færniþætti t.d. að takast á við reiði annara og að hunsa

 

Sjálfstjórn hjálpar nemendum að:

  • Vinna með tilfinningar
  • Átta sig á líðan sinni þegar þau verða reið?
  • Átta sig á hvað gerist?
  • Læra að þekkja tilfinningar sínar
  • Læra að koma í veg fyrir að þau missi stjórn á sér

Sjálfsstjórnin samtvinnast með færniþáttum úr félagsfærni

 

Siðferðisvitund

  • Siðferðisþroski
  • Hvað er rétt og hvað er rangt?
  • Nemendur þurfa að leysa úr ýmsum aðstæðum
  • Klípusögur
  • Skotakort (myndræn með texta)