Barnasáttmálinn

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992.  Fullgilding hans felur í sér að Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi 20. febrúar 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf.

Í Hulduheimum er barnasáttmálinn kynntur með mánaðarlegum samverustundum þar sem góðir gestir koma í heimsókn. Á eldri deildir kemur brúðan Sæli sem talar við börnin um ákveðið málefni og sungin eru vinalög. Brúðan Engilráð kemur svo í heimsókn á yngri deildir.
Tilgangur stundanna er að kynna börnum réttindi sín á þann hátt sem þau skilja, fjalla um fjölbreytileika mannlífsins og vináttuna.
Hægt er að kynna sér barnasáttmálann nánar á www.barn.is og barnasattmali.is

Barnasáttmálinn í myndum