Það hefur ýmislegt verið brallað í janúar á Sjónarhóli. Fyrst ber að nefna að bæði Brynja og Sigurbergur Orri urðu 3 ára í janúar, Brynja þann 6. og Sigurbergur Orri þann 19.
Eldri börnin á Sjónarhóli eru byrjuð að vinna í könnunaraðferðinni, þau ætla að vinna með krumma, en yngri börnin ætla að halda áfram að vera í könnunarleiknum en fá þau auðvitað líka að taka svolítinn þátt í þessu krummaverkefni. Við erum búin að vera að ræða krumma heilmikið, syngja krummalög, fara með þulur og auðvitað að kíkja eftir krummi þegar við erum í útiveru. Svo vorum við svo heppin að fá einn uppstoppaðan krumma í heimsókn sem vakti mikla lukku. Þetta verkefni mun svo halda áfram eins lengi og áhugi barnanna leyfir. Eitthvað af verkefnunum fer upp á veggi en annað býður vorsýningarinnar í apríl.
Þarna eru þau að æfa sig í að skiptast á og um leið að læra litina ásamt því sem er skemmtilegast en það er að spila á hljóðfæri, dansa og syngja.
Þarna voru drengirnir í græna hóp að uppgötva í fyrsta skipti og það er hægt að snúa dollunni við og slá á hana með tréstöfum og þá kemur þessi fíni hávaði. Flottir 🙂
~~~ oooOooo ~~~