Sérkennsla

Leikskólinn Hulduheimar starfar samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 þar sem kveðið er á um að sérfræðiþjónusta sveitarfélaga skuli stuðla að jafnrétti til náms og vellíðan allra barna. Öll börn eiga að njóta bernsku sinnar sem best er á kosið, miðað við þroska og þarfir hvers og eins. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun og því er vel fylgst með þroska og líðan barna með það að markmiði að veita viðeigandi inngrip sem fyrst.

Sérkennslustjóri hefur yfirumsjón með allri sérkennslu í leikskólanum og vinnur í samstarfi við sérkennara, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Gerðar eru einstaklingsnámskrár með þeim börnum sem þurfa sérstuðning og teymi eru mynduð utan um þau. Sérkennslustjóri sér um að boða foreldra og viðkomandi aðila á teymisfundi.  Sérstuðningur fer fram innan sem utan deilda.

Sérkennslustjóri sér einnig um samskipti við skólaþjónustu Árborgar og aðra utanaðkomandi ráðgjafa sem koma að málefnum barna með sérstuðning.

Ráðgjafateymi skólaþjónustunnar fundar reglulega með deildarstjórum, sérkennslustjóra og aðstoðarleikskólastjóra og veitir þar ráðgjöf um einstaka mál.

Skólaþjónusta Árborgar

Ráðhúsinu, Austurvegi 2 | 800 Selfoss
mánudaga - föstudaga kl. 9:00 - 16:00
480 1900
skolathjonusta@arborg.is

Skólaþjónusta Árborgar er sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu. Leiðarljós skólaþjónustunnar er að þjóna fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks. Þjónustan fer að mestu fram í skólunum en starfsfólkið hefur skrifstofu- og fundaraðstöðu í Ráðhúsi Árborgar. Mikil áhersla er lögð á samstarf ýmissa ráðgjafa og fagaðila sem koma að þjónustu við börnin í Árborg.

1