Appelsínur

Á Sjónarhóli settum við í eldri hóp ( Rauði og Græni ) niður stein sem var ekki steinn heldur fræ! Nú er að vaxa lítið og fallegt appelsínutré…reyndar tvö. Annað er stærra og hitt er minna. Við skiptumst á að vökva og fylgjumst spennt með. Við skoðum líka appelsínur sem uxu á appelsínutrjám langt í burtu og höfum föndrað úr þeim líka! Hvað ætli sé uppáhalds ávöxturinn þinn? Finnst þér ilmur af appelsínum eða fnykur? Sniðugt að appelsínur heita eins og þær eru á litinn…..er einhver annar matur appelsínugulur? Appelsínur eru sko kringlóttar eins og boltar …..  við fáum ekki nóg af appelsínum!  🙂

003 (2) 003 (3) 003 004 005 017 049 e j x (2) 002 (2) 002