Rauður dagur 4. desember
Miðvikudaginn 4. desember er rauður litadagur hjá okkur. Þá er upplagt að koma í einhverjum rauðum fötum, með jólasveinahúfu eða bara með eitthvað rautt með sér. Bara skemmtilegt 🙂
Miðvikudaginn 4. desember er rauður litadagur hjá okkur. Þá er upplagt að koma í einhverjum rauðum fötum, með jólasveinahúfu eða bara með eitthvað rautt með sér. Bara skemmtilegt 🙂
Hulduheimar verða 7 ára á morgun 14. nóvember. Þá ætlum við að sjálfsögðu að gera okkur glaðan dag og mæta í náttfötum. Það má líka hafa þau með sér. Síðan verður haldið feikna náttfataball í Matthíasarskógi, sungið, trallað og dansað. Í hádeginu snæðum við síðan pizzu og skellum í snúða með síðdegiskaffinu. Skemmtilegur dagur á morgun …
Mánudaginn 18. nóvember frá kl. 8-12 er starfsmannafundur í Hulduheimum og á þeim tíma er leikskólinn lokaður. Við opnum aftur kl. 12 með hádegisverði og við tekur venjulegur leikskóladagur með öllum sínum ævintýrum. 🙄