fréttabréf febrúar
Febrúar
fréttabréf febrúar Read More »
Við skelltum okkur loksins í góða göngu…..heilmikill snjór en líka steinar! Við sáum að steinar eru harðir en mosi er mjúkur 🙂 Svo voru margir krummar að fljúga og krunka fyrir okkur. Og við fundum pínulítinn helli….kannski bara músahelli, alls ekki pláss fyrir skessur í þessum helli, ekki einu sinni okkur. En við fundum prik….trjágreinar.
Gönguferð Rauða hóps Read More »
Miðvikudaginn 3. febrúar var svartur dagur hjá okkur á Hulduheimum. Allar deildir komu saman í salnum og sungu saman nokkur lög í tilefni svarta dagsins. Í hádeginu héldum við svo Þorrablót og fengum við þorramat, bæði súrt og ósúrt og vakti það mismikinn áhuga barnanna. Allir fengu að smakka allt 🙂 Takk fyrir skemmtilegan dag
Þorrablót og svartur dagur Read More »