Talmeinafræðingar í Árborg komu í heimsókn í sal leikskólans og afhentu þremur elstu árgöngum leikskólans bók sem heitir Orð eru ævintýri að gjöf.
Orð eru ævintýri er skemmtileg myndabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs, virkjar ímyndunaraflið og getur verið uppspretta leikja. Bókin hentar vel til að efla orðaforða barna hvort sem þau eru með íslensku sem móðurmál eða annað tungumál.
Auk þess sem öll börnin fengu sitt eintak, fékk hver deild einnig eintak.