Sjónarhóll

Konudagskaffiboð :)

Í dag buðu nemendur Sjónarhóls í kaffiboð í tilefni af Konudeginum næsta sunnudag. Nemendur höfðu gaman af því að sýna ýmislegt á deildinni sinni og bjóða kaffi (ásamt  hafragraut og ávöxtum) Svo var auðvitað gaman að gefa fallegt listaverk sem var unnið í tilefni dagsins. Við þökkum mömmum, ömmum, langömmum og systrum kærlega fyrir komuna!!

Konudagskaffiboð :) Read More »

Könnunarleikur Rauða hóps 12. febrúar

Einn félagi í fríi í dag en við skelltum okur samt í hópastarf; Könnunarleikur í dag. Alltaf skemmtilegt að kanna og hér fylgja örfá brot úr staðhæfingum þátttakenda: S.M:Þessi er pínulítill! (Kíkir í gegn um grannan pappahólk) D.G: Ég er að spila! (Blæs í pappahólk.) S.M: Það eru engar rúsínur í þessu….nei; engin! (Opnar og kíkir

Könnunarleikur Rauða hóps 12. febrúar Read More »