Konudagskaffiboð :)
Í dag buðu nemendur Sjónarhóls í kaffiboð í tilefni af Konudeginum næsta sunnudag. Nemendur höfðu gaman af því að sýna ýmislegt á deildinni sinni og bjóða kaffi (ásamt hafragraut og ávöxtum) Svo var auðvitað gaman að gefa fallegt listaverk sem var unnið í tilefni dagsins. Við þökkum mömmum, ömmum, langömmum og systrum kærlega fyrir komuna!!