Sjónarhóll

Skógarvinna

Blái hópur hefur verið iðinn við að kanna skóginn og nágrenni. Þar finnst ýmis efniviður og hér má sjá nemendur tálga greinar sem þau fundu og völdu svo til að útbúa jólaskraut úr….vandasamt starf og við þurfum að læra að fara varlega með verkfæri…..

Gleðileg jól!

Á Sjónarhóli höfum við verið að sprella með jólahúfur í desember (forvarnir 😉 því við erum sko ekki hrædd við fólk með jólasveinahúfur) og skemmta okkur á aðventunni. Dáldið fyndið að vera með jólahúfur…og stundum svo mikið fjör að við bara náumst ekki í fókus! Í dag höfðum við jólahúfudag…. Gleðilega jólahátíð öllsömul…og munum eftir því …

Gleðileg jól! Read More »