Dagur leikskólans

6. febrúar er dagur leikskólans en það er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka heimilis og skóla. Leikskólar eru hvattir til að halda upp á daginn, búa jafnvel til sínar eigin hefðir og brjóta upp starfið á þann hátt að það veki athygli í samfélaginu. Hulduheimar hafa skapað sínar hefðir þennan dag og höfum við farið í skrúðgöngu í næsta nágrenni. Það verður einnig gert í ár. Um kl. 10:00 leggjum við af stað öll í halarófu með Hulduheimafánann og göngum dágóðan hring. Ef þið sjáið okkur þá megið þið endilega vinka okkur 😆