Eins og þið vitið þá er Blái hópur að taka þátt í Gullin í grenndinni. Fyrr í mánuðinum komu stelpur í 6. bekk, ásamt Klöru kennaranum sínum og hittu okkur fyrir utan Hulduheima. Saman gengum við svo í Litla skóg og Blái hópur sýndi þeim stoltur skóginn sinn, stóru holuna og fjárhústóftirnar. Þegar var komin tími fyrir 6. bekk að halda til baka í Sunnulækjarskóla, mótmæltu margir, bæði stórir og smáir 😉 En við munum halda áfram að hittast reglulega í vetur.