Einn félagi í fríi í dag en við skelltum okur samt í hópastarf; Könnunarleikur í dag. Alltaf skemmtilegt að kanna og hér fylgja örfá brot úr staðhæfingum þátttakenda:
S.M:Þessi er pínulítill! (Kíkir í gegn um grannan pappahólk)
D.G: Ég er að spila! (Blæs í pappahólk.)
S.M: Það eru engar rúsínur í þessu….nei; engin! (Opnar og kíkir ofaní plasdós.)
D.G: Mmmmm…jei! Ís!
Þ.M: Nei! Kaka! (Setur svo keðjuband í munninn…..Oj! Tekur keðjubandið út úr sér aftur)
S.M: Ég kann ekki að opna þessa….(sparkar stórri plastdós burt)
Allir völdu brúsa og voru voða mikið að fá sér sopa….sögðu allir Ég er með djús…ég líka …ég er með djús…ég líka….stóðu við gluggann og drukku heilmikið „djús“ 🙂