Fréttasafn
Fréttir frá Huldheimum
Myndlist- 26. okt 2015
Unnið hörðum höndum að skeyta húsið okkar sem við erum að búa til í fataklefanum. Síðusta þrjár vikurnar höfum við unnið í húsinu og allir hópar á eldri deildum hafa tekið þátt í verkefninu.
Bangsadagurinn 2015
Við héldum Bangsadaginn hátíðlegan og vorum með bangsana okkar allan daginn ( nema úti ) Í samveru, frjálsum leik og auðvitað í hvíld. Svo skemmtilegt og huggulegt 🙂
Flott kubbamótorhjól
Þessir snillingar voru í kubbaleik og kubbuðu sér hús, bíla og ferlega flott mótorhjól!
Nemi úr 10. bekk hjá okkur
Í dag fengum við Kötlu Sif, nema úr 10. bekk í Sunnulækjarskóla til okkar á Sjónarhól í starfskynningu. Krakkarnir voru mjög hrifnir af Kötlu Sif! Hún var með okkur í leik og hópastarfi. Alltaf gaman að fá nema, takk fyrir …
Guli og Græni hópur í tónlist
Við fengum að spila á þríhorn í síðasta tónlistartíma! Ef við höldum rétt á hljóðfærinu kemur fallegt hljóð en það er vandasamt að spila fallega……við vorum mjög dugleg! 🙂
Bangsadagur
Það var ofsalega gaman að fá bangsana í heimsókn á Kattholt í dag. mikið leikið og knúsað þá. þeir fengu að fara með okkur í val og svo sváfu þeir líka með okkur í hvíldinni 🙂
Hitt og þetta í október
Allskonar skemmtilegar myndir af krökkunum í október. Þar á meðal eru myndir frá því að fyrsti snjórinn kom sem vakti mikla lukku 🙂
Bangsadagur 27. október! 🙂
Í dag er alþjóðlegi Bangsadagurinn. Auðvitað tókum við á Hulduheimum þátt í þeirri gleði og komu börnin með bangsa að heiman í leikskólann. Við tókum hópmynd af krökkunum og þetta var útkoman. Síðan fengu krakkarnir auðvitað að kúra með bangasana …
Bangsadagur á morgun 27. október!
Við höldum hátíðlegan Bangsadaginn á morgun og þá mega allir koma með bangsa með sér í leikskólann, til að leika með! 🙂