Fréttasafn

Fréttir frá Huldheimum

Myndlist- 26. okt 2015

29. október 2015

Unnið hörðum höndum að skeyta húsið okkar sem við erum að búa til í fataklefanum.  Síðusta þrjár vikurnar höfum við unnið í húsinu og allir hópar á eldri deildum hafa tekið þátt í verkefninu.    

Bangsadagurinn 2015

28. október 2015

Við héldum Bangsadaginn hátíðlegan og vorum með bangsana okkar allan daginn ( nema úti ) Í samveru, frjálsum leik og auðvitað í hvíld. Svo skemmtilegt og huggulegt  🙂  

Flott kubbamótorhjól

28. október 2015

Þessir snillingar voru í kubbaleik og kubbuðu sér hús, bíla og ferlega flott mótorhjól!

Nemi úr 10. bekk hjá okkur

28. október 2015

Í dag fengum við Kötlu Sif, nema úr 10. bekk í Sunnulækjarskóla til okkar á Sjónarhól í starfskynningu. Krakkarnir voru mjög hrifnir af Kötlu Sif! Hún var með okkur í leik og hópastarfi. Alltaf gaman að fá nema, takk fyrir …

Nemi úr 10. bekk hjá okkur Read More »

Guli og Græni hópur í tónlist

28. október 2015

Við fengum að spila á þríhorn í síðasta tónlistartíma! Ef við höldum rétt á hljóðfærinu kemur fallegt hljóð en það er vandasamt að spila fallega……við vorum mjög dugleg!   🙂  

Bangsadagur

27. október 2015

Það var ofsalega gaman að fá bangsana í heimsókn á Kattholt í dag. mikið leikið og knúsað þá. þeir fengu að fara með okkur í val og svo sváfu þeir líka með okkur í hvíldinni 🙂

Hitt og þetta í október

27. október 2015

Allskonar skemmtilegar myndir af krökkunum í október. Þar á meðal eru myndir frá því að fyrsti snjórinn kom sem vakti mikla lukku 🙂

Bangsadagur 27. október! 🙂

27. október 2015

Í dag er alþjóðlegi Bangsadagurinn. Auðvitað tókum við á Hulduheimum þátt í þeirri gleði og komu börnin með bangsa að heiman í leikskólann. Við tókum hópmynd af krökkunum og þetta var útkoman. Síðan fengu krakkarnir auðvitað að kúra með bangasana …

Bangsadagur 27. október! 🙂 Read More »

Bangsadagur á morgun 27. október!

26. október 2015

Við höldum hátíðlegan Bangsadaginn á morgun og þá mega allir koma með bangsa með sér í leikskólann, til að leika með!  🙂

Læst: Afmæli

26. október 2015

Það er enginn útdráttur því að færslan er læst.

Snillingar við leik og störf

26. október 2015

Fínti

26. október 2015

Fínti er nýyrði (hvk) yfir allskonar sem er fínt. Við erum dugleg í allskonar fínhreyfiþjálfun og oft verða til allskonar fín listaverk…….allskonar fínti!  🙂