Fréttasafn
Fréttir frá Huldheimum
Smíðaskemma 1. október
Í dag fóru blái og græni hópur í Smíðaskemmu að mála. Þau undirbjuggu skilti sem við munum hafa uppi á Regnbogadögum hjá okkur. Í lokin lékum við okkur aðeins með dýrin inni í Smíðaskemmu 🙂
Munið: lokað á föstudaginn vegna Haustþings 2015!
Sæl öll. Allt starfsfólk leikskóla Suðurlands sækir fræðslu þann 2. október 2015. Þann dag eru leikskólarnir lokaðir. Góða helgi öllsömul, sjáumst kát á mánudaginn!
íþróttir hjá græna hóp 30. september
Í dag fór græni hópur í íþróttir. Í græna hóp eru Stígur, Elísa Elenóra, Eldar Elí og Arnar Hrafn. Við æfðum okkur í samhæfingu skynfæra og lögðum áherslu á jafnvægi. Síðan enduðum við tímann á frjálsum leik 🙂
Gullkorn af tölvunámskeiði fyrir kennara
Vertu frekar sálarfóður en augnakonfekt 🙂 Ekki lenda nakin á netinu! 🙂
Jón Daði 4 ára
Innilega til hamingju með 4 ára afmælið elsku Jón Daði Kveðja frá öllum á Kirsuberjadal