Fréttasafn
Fréttir frá Huldheimum
Kvenréttindadagurinn
Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verða Hulduheimar lokaðir frá kl. 12:00 föstudaginn 19. júní nk. Þann dag verður ekki hádegismatur heldur fara allir heim kl. 12:00. Kveðja Kristrún leikskólastjóri
Sumarfrí
Hulduheimar fara í sumarfrí frá og með 1. júlí til og með 4. ágúst 2015. Við sjáumst öll hress og kát 5. ágúst eftir sólríkt og skemmtilegt sumarfrí. Kveðja starfsfólk Hulduheima
Sýningin í salnum!
Leikhópurinn Lotta sló í gegn að vanda…..það sem þau eru flink og skemmtileg!!! Takk fyrir þessa skemmtilegu sýningu elsku besta foreldrafélag! 🙂
Vorsýningin 2015
Verið öll hjartanlega velkomin á Vorsýningu Hulduheima 2015! Nemendur á Sjónarhóli munu hafa verk til sýnis í sal skólans sem og inni á deild. Eins verða til sýnis skemmtilegar ljósmyndir úr starfi vetrarins….. 🙂 Sýningin opnar þann 11. maí og […]