Fréttasafn
Fréttir frá Huldheimum
Kubbaleikir
Kubbaleikir eru endalaus uppspretta af möguleikum! Við eflum stærðfræðigreind, rökhugsun, sjálfstraust og samvinnu……. …..viltu vera memm?
Þorrablót og svartur litadagur
Mikið fjör á þorrablóti! Við útbjuggum kórónur í anda kóngafólks hér í denn, sungum öll saman í salnum ýmis þorralög og snæddum svo að venju þorramat. Allir duglegir að smakka og segja sína meiningu á matnum, margir voru […]
Dagur leikskólans
6. febrúar ár hvert er dagur leikskólans á Íslandi. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og er dagur leikskólans tileinkaður þeim. Við í Hulduheimum ætlum að gera okkur dagamun og fara í skrúðgöngu um kl. 10:30 þennan dag […]
Þorrablót og svartur dagur
Miðvikudaginn 5. febrúar verður þorrablót með öllu tilheyrandi. Þann dag er einnig svartur litadagur og þá er tilvalið að koma í einhverju svörtu eða hafa eitthvað svart með sér í leikskólann. Bara gaman.
Þorrablót
Á morgun miðvikudag 5. febrúar verður svartur dagur hjá á okkur á Hulduheimum þá er gaman að koma í einhverju svörtu Það er líka þorrablót í hádeginu þar sem við borðum góðan þorramat.
Afmælisstelpa!
Jasmín Tara var í essinu sínu þegar hún hélt uppá tveggja ára afmælið sitt 30. janúar. Mjög ánægð með fínu kórónuna sína. Til hamingju með daginn elsku Jasmín Tara!
