Fréttasafn

Fréttir frá Huldheimum

Leikur í lok dags….

22. nóvember 2013

Sumir völdu strætóleik…aðrir völdu að leira…..  

SNJÓR!!!

22. nóvember 2013

Við þurfum að venjast snjónum, hann er ekki alltaf eins og okkur finnst hann mis skemmtilegur og mis góður á bragðið…en hann er alltaf kaldur og oftast blautur…en stundum er hægt að búa til snjókarl! 🙂

RÖKKURSTUND 22. NÓVEMBER!

21. nóvember 2013

MINNUM Á RÖKKURSTUND Í FYRRAMÁLIÐ KL 8-10. ÞÁ VERÐA ÖLL LJÓS SLÖKKT OG VIÐ MEGUM KOMA MEÐ VASALJÓS AÐ HEIMAN…MUNIÐ AÐ MERKJA!! SVO SKEMMTILEGT AÐ LEIKA Í MYRKRI OG RÖKKRI……

Eyþór Ingi og Hulduheimakórinn

19. nóvember 2013

  Eyþór Ingi kom í heimsókn og fékk höfðinglegar móttökur hjá börnunum Hér er skemmtilegt myndband frá heimsókninni   kveðja Hulduheimar      

Afmæli Hulduheima

13. nóvember 2013

Hulduheimar verða 7 ára á morgun 14. nóvember. Þá ætlum við að sjálfsögðu að gera okkur glaðan dag og mæta í náttfötum. Það má líka hafa þau með sér. Síðan verður haldið feikna náttfataball í Matthíasarskógi, sungið, trallað og dansað. …

Afmæli Hulduheima Read More »

Eyþór Ingi ásamt aðdáendum í sal Hulduheima! 🙂

7. nóvember 2013

  Gæti varla hafa verið skemmtilegra! Sungið með, dansað og m.a.s. var afmælisbarn í salnum sem Eyþór Ingi söng auðvitað fyrir og við öll með!! Sumum fannst það m.a.s. skemmtilegast. Og að lokum mátti heilsa uppá goðið….sumir þorðu því 🙂 …

Eyþór Ingi ásamt aðdáendum í sal Hulduheima! 🙂 Read More »

Starfsmannafundur

1. nóvember 2013

Mánudaginn 18. nóvember frá kl. 8-12 er starfsmannafundur í Hulduheimum og á þeim tíma er leikskólinn lokaður. Við opnum aftur kl. 12 með hádegisverði og við tekur venjulegur leikskóladagur með öllum sínum ævintýrum. 🙄

Afmælisprins!

1. nóvember 2013

Birgir Hartmann hélt upp á tveggja ára afmælið sitt í dag 🙂 Til hamingju með afmælið elsku Birgir Hartmann!

Borðað í skóginum

25. október 2013

Miðvikudaginn síðasta fóru börnin í bláa hóp í sína vikulega skógarferð.  Þessi var öðruvísi að því leiti að við ætluðum að borða hádegismatinn í skóginum.  Veðrið var yndislegt og engin var tilbúin að fara  heim að loknum hádegimat.  Þau ætluðu …

Borðað í skóginum Read More »

Gullin í Grenndinni

25. október 2013

Eins og þið vitið þá er Blái hópur að taka þátt í Gullin í grenndinni.  Fyrr í mánuðinum komu stelpur í 6. bekk, ásamt Klöru kennaranum sínum og hittu okkur fyrir utan Hulduheima.  Saman gengum við svo í Litla skóg …

Gullin í Grenndinni Read More »

Íþróttir eru æði!

25. október 2013

Á föstudögum fara allir á Sjónarhóli í salinn….við erum rosalega dugleg í leikfimi! Ekki spillir þegar er bangsadagur á föstudegi og mjúku vinir okkar fá að koma með í salinn 🙂

Klessusamvera!

25. október 2013

Í þessari samverustund vorum við að æfa okkur í að sitja í klessu….stundum er allt í lagi þegar einhver rekst utaní okkur eða við höfum ekki mikið pláss…þröngt mega sáttir sitja…og stundum er það bara skemmtilegt! 🙂