Fréttasafn
Fréttir frá Huldheimum
SNJÓR!!!
Við þurfum að venjast snjónum, hann er ekki alltaf eins og okkur finnst hann mis skemmtilegur og mis góður á bragðið…en hann er alltaf kaldur og oftast blautur…en stundum er hægt að búa til snjókarl! 🙂
RÖKKURSTUND 22. NÓVEMBER!
MINNUM Á RÖKKURSTUND Í FYRRAMÁLIÐ KL 8-10. ÞÁ VERÐA ÖLL LJÓS SLÖKKT OG VIÐ MEGUM KOMA MEÐ VASALJÓS AÐ HEIMAN…MUNIÐ AÐ MERKJA!! SVO SKEMMTILEGT AÐ LEIKA Í MYRKRI OG RÖKKRI……
Eyþór Ingi og Hulduheimakórinn
Eyþór Ingi kom í heimsókn og fékk höfðinglegar móttökur hjá börnunum Hér er skemmtilegt myndband frá heimsókninni kveðja Hulduheimar
Afmæli Hulduheima
Hulduheimar verða 7 ára á morgun 14. nóvember. Þá ætlum við að sjálfsögðu að gera okkur glaðan dag og mæta í náttfötum. Það má líka hafa þau með sér. Síðan verður haldið feikna náttfataball í Matthíasarskógi, sungið, trallað og dansað. …
Eyþór Ingi ásamt aðdáendum í sal Hulduheima! 🙂
Gæti varla hafa verið skemmtilegra! Sungið með, dansað og m.a.s. var afmælisbarn í salnum sem Eyþór Ingi söng auðvitað fyrir og við öll með!! Sumum fannst það m.a.s. skemmtilegast. Og að lokum mátti heilsa uppá goðið….sumir þorðu því 🙂 …
Starfsmannafundur
Mánudaginn 18. nóvember frá kl. 8-12 er starfsmannafundur í Hulduheimum og á þeim tíma er leikskólinn lokaður. Við opnum aftur kl. 12 með hádegisverði og við tekur venjulegur leikskóladagur með öllum sínum ævintýrum. 🙄
Afmælisprins!
Birgir Hartmann hélt upp á tveggja ára afmælið sitt í dag 🙂 Til hamingju með afmælið elsku Birgir Hartmann!
Borðað í skóginum
Miðvikudaginn síðasta fóru börnin í bláa hóp í sína vikulega skógarferð. Þessi var öðruvísi að því leiti að við ætluðum að borða hádegismatinn í skóginum. Veðrið var yndislegt og engin var tilbúin að fara heim að loknum hádegimat. Þau ætluðu …
Gullin í Grenndinni
Eins og þið vitið þá er Blái hópur að taka þátt í Gullin í grenndinni. Fyrr í mánuðinum komu stelpur í 6. bekk, ásamt Klöru kennaranum sínum og hittu okkur fyrir utan Hulduheima. Saman gengum við svo í Litla skóg …
Íþróttir eru æði!
Á föstudögum fara allir á Sjónarhóli í salinn….við erum rosalega dugleg í leikfimi! Ekki spillir þegar er bangsadagur á föstudegi og mjúku vinir okkar fá að koma með í salinn 🙂
Klessusamvera!
Í þessari samverustund vorum við að æfa okkur í að sitja í klessu….stundum er allt í lagi þegar einhver rekst utaní okkur eða við höfum ekki mikið pláss…þröngt mega sáttir sitja…og stundum er það bara skemmtilegt! 🙂