Um Hulduheima

hulduheimar02

Erlurima 1 | 800 Selfoss
480 3280
hulduheimar@arborg.is

Leikskólinn Hulduheimar opnaði 14. nóvember 2006. Í Hulduheimum geta 120 börn dvalið samtímis og tæplega 40 starfsmenn í mismunandi stöðuhlutföllum.

Leikskólastjóri: Kristrún Hafliðadóttir | kristrunh@arborg.is
Aðstoðarleikskólastjóri: Sólveig Dögg Larsen | solveigd@arborg.is

Leikskólinn starfar í ljósi hugmyndafræði John Dewey. Grunnhugmyndir uppeldisstefnu John Dewey byggjast á hugmyndum sem er lýst á einfaldan hátt í einkunnarorðunum ,,learning by doing“, að læra í athöfn eða að læra af eigin reynslu. Lögð er áhersla á að efla virðingu fyrir einstaklingnum, sjálfshjálp, félagsfærni og snemmtæka íhlutun.

Einkunnarorð og áherslur leikskólans

Virðing- lýðræði- samfélag.
Lögð er áhersla á að efla virðingu fyrir einstaklingnum, sjálfshjálp, félagsfærni og snemmtæka íhlutun.

Könnunaraðferðin

Megin kennsluaðferð leikskólans er könnunaraðferðin. Könnunaraðferðin (e.project approach) er námsaðferð sem er notuð með börnum frá 3 ára aldri en tilgangur hennar er að skoða viðfangsefni ofan í kjölinn. Viðfangsefnin ráðast af áhuga barnanna og þeim þekkingarheimi sem þau búa við. Börnin víkka út þekkingu og reynslu sína með umræðum og rannsóknum. Hlutverk kennarans er að styðja við börnin í þekkingarleitinni, efla félagshæfni þeirra og tengja námið saman við námssvið leikskólans (skv. Aðalnámskrá).