Góðan daginn
Annað hvert ár höfum við í stjórn foreldrafélags Hulduheima fengið ljósmyndara til að taka myndir af börnunum. Bæði hópmynd af hverri og einni deild og svo einstaklingsmynd af hverju og einu barni. Nú í ár er svo komið að myndatökunni og á morgun miðvikudaginn 5/11 og fimmtudaginn 6/11 mun ljósmyndari koma og taka þessar myndir. Í ár mun Laufey frá Stúdíó Stund taka myndirnar eins og fyrir tveim árum.
Í framhaldi mun ljósmyndarinn setja myndirnar inn á læsta síðu og munu foreldrar fá aðgangsorð til að skoða myndirnar. Ef foreldrar kjósa að kaupa mynd/myndir þá munu þeir panta í gegnum ákveðið kerfi og svo sækja myndina á ljósmyndastofuna.
Hugmyndin með myndatökunni er að foreldrar fái mynd af barninu í leikskólanum annað hvert ár eða bæði þegar það er á yngsta og elsta stigi leikskólans. Myndirnar eiga að vera minning um dvöl barnsins í leikskólanum og viljum við því biðja foreldra að hafa barnið klætt í þægileg föt sem barnið er vant að vera í á venjulegum leikskóladegi. Þannig mun minning skapast um venjulegan leikskóladag í lífi barnsins.
Vonum að allir hafi gaman af og njótið myndanna. Munum svo senda ykkur póst þegar myndirnar eru tilbúnar á lokaðri síðu.
Kær kveðja
Foreldrafélag Hulduheima