Páskaverkefni, samstarf við bókasafnið.

Hulduheimar tóku þátt í skemmtilegu verkefni fyrir páskana sem var samstarf leikskólanna í Árborg við bókasafnið. Hugmyndin var að hver leikskóli veldi sér land og myndi kynna sér og vinna með páskasiði frá viðkomandi landi. Í Hulduheimum voru kosningar þar sem börn og starfsfólk kaus á milli fjögurra landa. Það voru Danmörk, Filippseyjar, Mexíkó og Þýskaland en Þýskaland fékk flest atkvæði. Dregið var úr hópi elstu barna sem fóru með kennurum sínum til þess að setja upp verkin í sundlauginni.