Regnbogadagur

                    regnbogi

 

Grunnskólaheimsóknir á Regnbogadegi, seinni heimsóknin.

 

N.k. föstudag, 22. mars, fara öll elstu börnin að heimsækja Sunnulækjarskóla.  Við verðum í skólavistuninni Hólum og svo förum við í litlum hópum inn í kennslustundir og um skólann.  Við leggjum snemma af stað frá leikskólanum eða kl 8:45,  því er mikilvægt að börnin séu mætt fyrir þann tíma. 

Í ár höfum við það þannig að öll börn heimsækja báða grunnskólana óháð því í hvorn þau munu svo stunda nám í. Samfélagið hér á Selfossi býður upp á tvo grunnskóla og sjálfsagt að börnin kynnist þeim báðum.

Kær kveðja

M.Svava, Íris og Kristín deildarstjórar eldri deilda