Regnbogadagur

Í dag tóku nemendur yngra megin í leikskólanum, árgangur 2010, í fyrsta skipti þátt í Regnbogadegi! Yngstu nemendur fóru í útiveru en eldri nemendur fengu tækifæri til að fara á aðra deild og leika við jafnaldra sína þar, sem og að bjóða velkomna í heimsókn nýja vini á sína heimadeild. Í boði voru ýmis skemmtileg verkefni og leikefni. Auðvitað var þetta allt mjög spennandi og eðlilegt að fara varlega svona á nýjum stað og með nýjum félögum en ofsa gaman að eignast nýja vini!

Við munum hafa Regnbogadag hluta af skipulögðu skólastarfi a.m.k. fram á vorið…..við erum svo dugleg að prufa eitthvað nýtt og að skiptast á!

Endilega lesið um Regnbogadaginn….    https://hulduheimar.arborg.is/regnbogadagur/allir-saman-enginn-eins/

001 003 004 005 007 011 012 016 018 022 023 027 029 030 031 036 037 038 039