Samstarf leik- og grunnskóla
Í sveitarfélaginu Árborg er starfandi faghópur um samstarf leik- og grunnskóla sem kallast "Brúum bilið". Faghópurinn fundar reglulega yfir skólaárið og endurmetur og skipuleggur samstarfið.
Við lok leikskólagöngu funda deildarstjórar með fulltrúum frá grunnskólum þar sem miðlað er upplýsingum um stöðu nemenda. Lögð er áhersla á að skil milli skólastiga verði eins auðveld og þægileg og kostur er á.