Skyndihjálparnámskeið

Skyndihjálparnámskeið

Veistu hvað þú átt að gera ef það stendur í barninu þínu?

Veistu hvað þú átt að gera ef barnið þitt fær straum?

Í fyrra héldum við skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk, foreldra, ömmur, afa og alla þá sem sjá um barnið ykkar. Það var góð mæting, mikið spjallað og mikið hlegið. Því ætlum við að endurtaka leikinn í ár og halda annað námskeið þann 7. mars 2013, klukkan 20-22 í leikskólanum Hulduheimum.

Anna Margrét skyndihjálparkennari mun kenna okkur allt um skyndihjálp á börnunum okkar. Öll viljum við getað brugðist rétt við ef eitthvað kemur fyrir.

Hlökkum til að sjá ykkur og vonumst við til að sjá enn fleiri í ár.

Kv Stjórnin