Afmæli


Þegar börnin eiga afmæli fá þau að búa til sína afmæliskórónu og fá þau forréttindi að velja ýmislegt eins og söngva og leiki í samverustundum. Þau velja sér disk og glas úr afmæliskistunni til að nota í matmálstíma og afmælissöngurinn er sunginn fyrir þau. Ekki er leyfilegt að koma með veitingar að heiman til að bjóða upp á í leikskólanum.