Leikskólataskan


Börnin í leikskólanum þurfa að hafa með sér a.m.k eitt sett af aukafötum til skiptanna. Aukafötin eru geymd inni á deildum. Ef barn kemur heim með blaut eða skítug föt þarf strax að koma með samskonar föt daginn eftir.  Í fatahenginu þurfa börn að hafa pollaföt, stígvél, strigaskó/kuldaskó, hlýja peysu, húfu, vettlinga, ullarsokka og kuldaföt (heilgalla eða buxur og úlpu).