Fréttir

Kynningarfundir

Kynningarfundir fyrir foreldra verða sem hér segir: Eldri deildir- þriðjudaginn 26.september kl. 17-18 Yngri deildir- fimmtudaginn 28.september kl.17-18. Á fundunum munu deildarstjórar kynna vetrarstarfið á sínum deildum.

Skóladagatal

Skóladagatal Hulduheima er komið á heimasíðuna. Hér er hægt að sjá það en einnig verður það aðgengilegt í krækjunni Huldhuheimar- skóladagatal. Skóladagatal Hulduheima 2017-2018

Umbótaáætlun samkvæmt endurmati

Hér má sjá umbótaáætlun miðað við niðurstöður innra mats starfsfólks og foreldrakönnunar Skólapúlsins. Umbótaáætlunin tekur til skólaársins 2017-2018 og inniheldur markmið um umbætur, leiðir að þeim og hvenær við ætlum að meta hvort þau hafi náðst. Umbótaáætlun 2017-2018