Sjónarhóll

Rauður dagur… :)

Á sérstöku litadögunum okkar hittumst við í salnum og höldum sameiginlega söngstund…þann dag mega allir koma í einhverri (eða öllum 😉 ) flík í samsvarandi lit….voða skemmtilegt og stundum krefjandi að finna litinn einhversstaðar..á sokk? Spennu? Rönd í peysu? Stundum er hringt í frænku eða frænda og fengið lánað! Þá viku sem litadagur er haldinn …

Rauður dagur… 🙂 Read More »

Rauði hópur í tónlistartíma

Í tónlistartímum vinnum við með ýmsa þætti…og að þessu sinni útbjuggum við hálsskraut og hlustuðum svo á afríska tónlist….í boði að hreyfa sig frjálst og njóta…..uh…myndavélin náði ekki að fókusa á allt frelsið, slíkur var krafturinn og gleðin í tjáningunni. Við bættum svo við hristum…og auðvitað allir að skiptast á! Ofsa gaman hjá okkur!