Desember

Það er nú aldeilis búið að vera mikið um að vera hjá okkur í desember.  Við byrjuðum á að hafa rauðan dag þann 5. desember og þá mættu allir einhverri rauðri flík.  10. desember bökuðum við á Sjónarhóli piparkökur sem við piparkökur sem við höfum svo verið að narta í á aðventunni.  Þann 12. desember fengu börnin á yngri deildum að skreyta jólatréð í salnum og svo var jólaballið daginn eftir.  Sama dag og jólaballið var fegnum við líka jólamat í leikskólanum.  En þá borðum við saman hangikjöt, kartöflur, sósu og laufabrauð. Í kaffitímanum voru svo piparkökur sem börnin bökuðu og heitt kakó, alger hátíðardagur.  Á miðvikudaginn síðasta var svo jólasveinahúfudagur og vakti hann mikla lukku eins og svo oft áður.

 

028
Rauður dagur

 

Jólasveinahúfudagur
Jólasveinahúfudagur

~~~oooOooo~~~