Helstu niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins 2023.
Foreldrakönnun Skólapúlsins var send út í febrúar 2023. Fjöldi þátttakenda var 99 en 79 svöruðu könnuninni og var því svarhlutfallið 79,8%. Svörin skiptust ágætlega milli deilda, fæstir svöruðu á Smálöndum en þar voru foreldrar 11 barna sem svöruðu og á Sólbakka og Kattholti svöruðu foreldrar 15 barna. Þátttakendur gátu sleppt svörum og var misjafnt eftir spurningum hversu margir slepptu að svara.
Matsþættirnir voru daglegt leikskólastarf, námsumhverfi, Samskipti við foreldra, upphaf og lok leikskólagöngu, sérstakur stuðningur og sérfræðiþjónusta. Að lokum voru opin svör þar sem meðal annars var spurt um hvað þætti gott við leikskólann og hvað mætti betur fara.
Mismunur á gildum miðað við landsmeðaltali:
Hulduheimar koma jákvæðast út í ánægju með húsnæði og aðstöðu þar sem mismunurinn 8,2% en neikvæðast í ánægju barnsins í leikskólanum þar sem mismunurinn er -6,0% og tímasetningu viðburða -8,3%
Undir Daglegt leikskólastarf voru matsþættirnir ánægja með leikskólann, ánægja foreldra með stjórnun, ánægja barnsins í leikskólanum, sérþarfir í mataræði, hollt mataræði, ánægja með húsnæði og aðstöðu. Langflestir voru mjög eða frekar ánægðir með þessa þætti, 0-5 manns voru frekar eða mjög óánægðir.
Undir Námsumhverfi voru matsþættirnir vinnubrögð, aðstaða, félagsleg samskipti, þátttaka án aðgreiningar. Langflestir voru mjög eða frekar ánægðir, 0-6 manns voru frekar eða mjög óánægð.
Undir Samskipti við foreldra voru matsþættirnir upplýsingamiðlun, þekking á stefnu og námsskrá leikskólans (37,7% vel upplýst um stefnu, 42% töuvert upplýst, 18,8% lítið upplýst og 1,4% ekki upplýst), tengsl við starfsfólk leikskólans (flestir mjög eða frekar sammála um að tengslin séu góð, 11,5% frekar eða mjög ósammála), hvatning til þátttöku í leikskólastarfinu (81% mjög eða frekar sammála, 19% mjög eða frekar ósammála), tímasetning viðburða ( 80,6% mjög eða frekar sammála um að atburðir séu vel tímasettir þannig að foreldrar geta sótt þá, restin frekar eða mjög ósammála), heimasíða leikskólans (langflestir telja upplýsingar þar gagnlegar).
Varðandi upplýsingamiðlun: Flestir voru mjög eða frekar sammála um að hafa tækifæri til að miðla upplýsingum um barnið til leikskólans, vera vel upplýst um viðfangsefni, látin vita af fundum og sérstökum viðburðum, að hlustað sé á skoðanir þeirra varðandi nám og þroska barnsins, að það fái að heyra þegar barninu gengur vel og að starfsfólk sé áhugasamt og samstarfsfúst þegar þau ræða um barnið. 0-11 eru mjög eða frekar ósammála. Þar ber hæst að 9 eru frekar ósammála og 5 mjög ósammála um að vera upplýst um viðfangsefni sem unnið er á deildinni. Jafnframt eru 11 frekar ósammála og 5 mjög ósammála því að þau fái að heyra þegar barninu sínu gengur vel.
Undir Upphaf og lok leikskólagöngu voru matsþættirnir leikskólabyrjun (17 voru ánægðir með aðlögun, 2 ekki ánægðir), flutningur milli skólastiga (samstarf við grunnskólann), flutningur milli deilda (þeir sem svöruðu voru flestir mjög eða frekar sáttir (25) við aðkomu sína að flutningi barns síns milli deilda, 4 frekar eða mjög ósáttir).
Undir Sérstakur stuðningur og sérfræðiþjónusta voru matsþættirnir hlutfall sérkennslu og stuðnings, hlutfall sérfræðiþjónustu
12 börn fengu sérkennslu eða stuðning á skólaárinu samkvæmt svörum foreldra og 2 voru á biðlista.
14 sögðust hafa óskað eftir sérfræðiþjónustu og fengið, 10 sögðust hafa óskað eftir en ekki fengið/væru á biðlista.
Opin svör
Gott við leikskólann: Barnið ánægt í leikskólanum og vel sinnt, gott starfsfólk, fagmennska, hlýtt viðmót, verkefnið með Blæ, vel séð um sérfæði, leiksvæði úti og inni gott, bæði karlar og konur að starfa, leikskólastjóri sýnilegur.
Það sem má betur fara: Upplýsingagjöf til erlendra foreldra, þrír árangar á yngri deild ekki gott, vantar stað þar sem börn geta sótt í til að fá ró (skynjunarherbergi), meira samráð við foreldra varðandi mat t.d. hafragrautur ekki vinsæll og börn fá eitthvað með sykri í, betri upplýsingagjöf í lok dags, skilti á bílastæði (innakstur, útakstur), fá bílastæði, starfsmannaekla, meiri upplýsingar um viðfangsefni t.d í fréttabréfi, kynningarfund eða meiri upplýsingar um starfið að hausti, ósamræmi í stefnu deilda t.d áhersla á Lubba á einni deild en ekki annarri, betra upplýsingaflæði ef deildarstjóri fjarverandi eða í leyfi, að upplýsa betur um starfsmannabreytingar. Sumar spurningar í könnuninni þess eðlis að foreldrar geta ekki vitað svarið við þeim.
Hér er hægt að sjá allar niðurstöður nema opin svör vegna varðveislu persónuupplýsinga.