Hér sjást þeir félagar í Rauða hópi að syngja og spila með vindahristunum sínum. Síðasti séns að syngja vindalagið; Nú er úti Norðanvindur, er það ekki? Mikið uppáhalds, svo gaman að blása eins og vindurinn (sbr. svipurinn á drengjunum 🙂 ) Þeir æfa að hlusta þegar ekkert heyrist og svo þegar þeir hrista vindahristurnar…þá heyrist skemmtilegt skrjáf, líkt og vindur sé að blása! Og svo er auðvitað brjálæðislega gaman að syngja lagið og blása sjálf…..sem er þar að auki frábær æfing fyrir vöðva í talfærum….Svo spiluðum við Enga fordóma og dönsuðum frjálst með baunahristurnar…í þeim heyrist mjög mikið… !