Fréttasafn

Fréttir frá Huldheimum

Konudagurinn

22. febrúar 2013

Konudagurinn er sunnudaginn 24. febrúar. Af því tilefni verður konudagskaffi föstudaginn 22. febrúar frá kl. 8-10 á öllum deildum. Kæru mömmur, ömmur, systur, frænkur og aðrir kvenkyns ættingjar kíkið við og eigið með okkur notalega morgunstund 😆

Öskudagur

22. febrúar 2013

Á Öskudaginn var auðvitað haldið ball í Matthíasarskógi og kötturinn sleginn úr tunnunni 🙂  ~~~000O000~~~

Þorrablót

22. febrúar 2013

Starfsmannafundur

19. febrúar 2013

19. febrúar er starfsmannafundur í Hulduheimum frá kl. 8:00-12:00 og þá er lokað. Við opnum kl. 12:00 þann daginn og byrjum á því að  fá okkur hádegismat.

Öskudagur

13. febrúar 2013

Miðvikudaginn 13. febrúar er öskudagur og þá höldum við öskudagsgleði í salnum. Yngri deildir eru kl. 10:00 og slá þá köttinn úr tunnunni í salnum, dansa og borða saltstangir. Eldri deildir halda sína gleði kl. 11:00 og dagskráin er mjög …

Öskudagur Read More »

Sprengidagur

12. febrúar 2013

Þriðjudaginn 12. febrúar er sprengidagur, þá borðum við mikið af saltkjöti og baunum, namm namm

Bolludagur

11. febrúar 2013

Mánudaginn 11. febrúar er bolludagur, þá fáum við fiskibollur í hádeginu og rjómabollur í eftirmiðdagskaffinu

Þorrablót

6. febrúar 2013

Þorrablót Hulduheima verður 6. febrúar. Þá förum við öll saman í salinn fyrir hádegismatinn, syngjum þorralög og eigum saman skemmtilega stund. Síðan hefst borðhald og þá fáum við dýrindis þorramat; slátur, sviðasultu, kartöflumús, rófustöppu, hákarl, harðfisk, rúgbrauð og síld.

Dagur leikskólans

6. febrúar 2013

6. febrúar er dagur leikskólans en það er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka heimilis og skóla. Leikskólar eru hvattir til að halda upp á daginn, búa jafnvel til sínar eigin hefðir …

Dagur leikskólans Read More »

Svartur dagur

6. febrúar 2013

Enn og aftur minnum við á 6. febrúar en þá er líka svartur dagur, þá er alveg upplagt að koma í einhverju svörtu í leikskólann eða með eitthvað svart á sér eða með sér. Margt að muna sambandi við þann …

Svartur dagur Read More »

Janúar

25. janúar 2013

Það hefur ýmislegt verið brallað í janúar á Sjónarhóli.  Fyrst ber að nefna að bæði Brynja og Sigurbergur Orri urðu 3 ára í janúar, Brynja þann 6. og Sigurbergur Orri þann 19.              Eldri börnin á …

Janúar Read More »

Desember

21. desember 2012

Það er nú aldeilis búið að vera mikið um að vera hjá okkur í desember.  Við byrjuðum á að hafa rauðan dag þann 5. desember og þá mættu allir einhverri rauðri flík.  10. desember bökuðum við á Sjónarhóli piparkökur sem …

Desember Read More »