Fréttasafn
Fréttir frá Huldheimum
Góðir gestir
Við fengum heimsókn frá nemum í uppeldisfræðiáfanga í FSU. Þær litu við í matreiðslu á Regnbogadegi eldri deilda og skemmtu sér hið besta við kókoskúlugerð ásamt matreiðsluhópnum.
Vetrarfrí grunnskóla Árborgar og skólavistunar
Kæru foreldrar og fjölskyldur Vetrarfrí í grunnskólum Árborgar og í skólavistunum er fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. febrúar. Vetrarfríið er meðal annars ætlað til þess að skapa skemmtilegar samverustundir með fjölskyldunni. Þessa daga munu þó nokkrir starfsmenn Hulduheima eyða vetrarfríinu …
Skipulagsdagur 21.febrúar n.k.
Lokað verður í Hulduheimum þriðjudaginn 21.febrúar vegna skipulagsdags starfsfólks. Við munum vinna að þróunarverkefninu um námsmat.
Konukaffi
Í tilefni af konudeginum verðum við með konukaffi föstudaginn 17.febrúar kl. 14:30-15:30. Allar mömmur, ömmur, systur og/eða frænkur velkomnar í kaffi og kleinu.
Innritun barna í grunnskóla 2017
Hér eru upplýsingar til foreldra varðandi innritun barna í grunnskóla í Árborg árið 2017. Innritun 6 ára barna
Dagur leikskólans
Í tilefni af degi leikskólans fórum við í skrúðgöngu. Til hamingju með daginn, lengi lifi leikskólinn!
Bóndadagskaffi
Föstudaginn 20.janúar var bóndadagskaffi. Af því tilefni buðum við pöbbum, öfum, bræðrum og/eða frændum í kaffi og kleinu til okkar síðdegis. Mætingin var mjög góð og allir voru ánægðir.
Nú fara myndir á Facebook
Jæja nú erum við komin af stað með fésbókarsíðu fyrir Sjónarhól og hættum því að setja inn myndir hér. Áfram verða þó einhverjar upplýsingar hér…….
Skipulagsdagur
Lokað verður í leikskólanum vegna skipulagsdags starfsfólks þriðjudaginn 21.febrúar 2017.