Fréttasafn

Fréttir frá Huldheimum

Leikskólinn Hulduheimar

22. júní 2018

Hulduheimar er 6 deilda leikskóli sem leggur grunn að hugmyndafræði John Dewey. Einkunnarorð okkar eru virðing, lýðræði, samfélag. Við leggjum áherslu á nám í gegnum leik og rannsóknir og notum til þess könnunaraðferðina (e. Project approach). 

Foreldrakönnun

22. maí 2018

Vorið 2018 var gerð netkönnun með Survey Monkey til að kanna viðhorf foreldra til leikskólastarfsins. Helstu niðurstöður má sjá hér Foreldrakönnun Hulduheima í apríl 2018  

Sumarfrí Hulduheima

24. janúar 2018

Sumarfrí Hulduheima verður frá og með 5. júlí til og með 8. ágúst 2018. Við opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst.

Börnin meta leikskólastarfið

18. janúar 2018

Tveir elstu árgangar svöruðu spurningum um líðan sína og fleira í desember 2017. Hér má sjá niðustöðurnar. Niðurstöður úr Broskarlamati í Hulduheimum desember 2017

Námsmatsstefna

9. janúar 2018

Á síðasta ári vorum við í þróunarverkefni eins og margir kannast við. Þá var unnið í námsmati leikskólans en nú er komin námsmatsstefna og má sjá hana hérNámsmat í Hulduheimum eða undir tenglinum faglegt starf.

Fréttabréf Hulduheima nóvember 2017

30. nóvember 2017

fréttabréf nóv 2017

Framundan í desember

30. nóvember 2017

Framundan í desember: 30.nóv Kirkjuferð 5.des- Rauður dagur 6.des- Jólaglugginn 14.des- Jólaball

Kynningarfundir

13. september 2017

Kynningarfundir fyrir foreldra verða sem hér segir: Eldri deildir- þriðjudaginn 26.september kl. 17-18 Yngri deildir- fimmtudaginn 28.september kl.17-18. Á fundunum munu deildarstjórar kynna vetrarstarfið á sínum deildum.

Skóladagatal

29. ágúst 2017

Skóladagatal Hulduheima er komið á heimasíðuna. Hér er hægt að sjá það en einnig verður það aðgengilegt í krækjunni Huldhuheimar- skóladagatal. Skóladagatal Hulduheima 2017-2018

Umbótaáætlun samkvæmt endurmati

27. júní 2017

Hér má sjá umbótaáætlun miðað við niðurstöður innra mats starfsfólks og foreldrakönnunar Skólapúlsins. Umbótaáætlunin tekur til skólaársins 2017-2018 og inniheldur markmið um umbætur, leiðir að þeim og hvenær við ætlum að meta hvort þau hafi náðst. Umbótaáætlun 2017-2018

Niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins

23. maí 2017

Hér má sjá tölfræðilegar niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins: Foreldrakönnun niðurstöður Starfsfólk og stjórnendur munu rýna í niðurstöður könnunarinnar og vinna að umbótum fyrir næsta skólaár.

Starfsdagar á vorönn 2018

2. maí 2017

Þriðjudagur 13.febrúar- Skipulagsdagur Miðvikudagur 14.mars- Skóladagur Árborgar Þriðjudagur 12.júní- Skipulagsdagur